4 mánuðir, 3 vikur og 2 dagar

4 mánuðir, 3 vikur og 2 dagar 2007

7.54

Myndin gerist í Rúmeníu um miðjan níunda áratuginn þegar austurblokkin er að líða undir lok. Landið er í niðurníslu og mikil fátækt ríkir. Einn spilltasti harðstjóri síðari ára, Chaucescu, er við völd og svarti markaðurinn blómstrar. Kemur þetta ekki síst fram í heilbrigðisgeiranum, þar sem vafasamir læknir starfa utan heilbrigðiskerfisins. Það er í þessu umhverfi sem hin unga Gabita (Laura Vasilu) verður ófrísk.

2007

101 Reykjavík

101 Reykjavík 2000

6.14

Þó Reykjavík sé minni en flestir vilja játa og miðbærinn beinlínís dvergvaxinn, bætir borgin það upp með villtu næturlífi. Umkringdur fáklæddu holdi, reyk og hækkandi hitastigi er auðvelt að gleyma því að úti bíður heimskautaveðráttan í póstnúmerinu 101 Reykjavík. Ekki svo að skilja að Hlynur, hin seinheppna söguhetja 101 Reykjavík, hafi neina hugmynd um hvar hann er staddur í lífinu. Kynferðislíf hans er lítt skiljanlegt, allra síst honum sjálfum. Eftir að Lola, sem er spænskur flamingó kennari, með lesbískar hvatir flytur inn fer fyrst að draga til tíðinda. 101 Reykjavík hefur hlotið fjöldann allan af verðlaunum á kvikmyndahátíðum víðsvegar um heiminn. Sérstök efnistök og óhefðbundin samskipti kynjanna undir dúndrandi tónlist eiga stóran þátt í velgengni kvikmyndarinnar.

2000