Herbergi 2015
Herbergi er ótrúleg saga af Jack, fjörugum fimm ára strák sem er fastur ásamt ástríkri móður sinni í gluggalausu rými sem er einungis 3x3 metrar að rúmmáli, sem móðir hans kallar Herbergið. Móðir hans hefur skapað heilan heim fyrir Jack inni í rýminu, og mun gera allt sem hún getur til að Jack geti lifað innihaldsríku lífi þrátt fyrir þessar óvenjulegu aðstæður. En eftir því sem Jack fer að spyrja meira út í aðstæðurnar sem hann býr í, þá vex óþreyja móður hans, og þau gera áhættusama flóttaáætlun, sem á endanum gæti leitt þau út í hina hina stóru ógn - hinn raunverulega heim utan Herbergisins.