Villti folinn Spirit 2002
Stóðhesturinn Spirit er alinn upp til að verða arftaki föður síns sem leiðtogi Cimarron hjarðarinnar í villta vestrinu. Þegar "siðmenningin" kemur til Dakota, þá verður forvitni hans til þess að kúrekar handsama hann og selja í bandaríska herinn. Sú aðferð hersins að brjóta hestana niður til að þeir verði tamir, virkar ekki á Spirit, og þegar liðþjálfinn ætlar að lóga honum, þá fer hinn ungi og hugrakki Little Creek, sem einnig er í haldi hersins, á bak honum og þeir flýja. Þeir fara í þorp indjánanna, en þegar járnbrautin nær til þeirra, þá er þorpið lagt í rúst, og Spirit er aftur tekinn og látinn vinna við járnbrautina. Þegar hann áttar sig á því að framkvæmdin ógnar heimi hans, þá flýr hann á ný, og hefnir sín með hjálp Little Crek.